Raunfærnimat í viðburðalýsingu

Kynningarfundur verður haldinn
miðvikudaginn 31.  janúar 2018 kl. 17:00
á Stórhöfða 27 jarðhæð
(gengið inn Grafarvogs megin)

Nánari upplýsingar í síma 580 5256
og hér á þessari heimasíðu undir
Raunfærnimat – Ertu í ljósi?

Sveinspróf í rafiðngreinum

Sveinspróf í rafvirkjun verður haldið dagana 5 til 13. febrúar 2018, þeir sem eiga eftir að skila burtfararskírteini skulu senda afrit á netfangið  jens@rafnam.is

Búið er að senda út bréf með upplýsingum um próftíma og hópaskiptingu, allar upplýsingar um tíma og fyrirkomulag prófa ásamt efnislista er að finna hér á heimasíðu undir sveinspróf.

Undirbúningsfundir próftaka með sveinsprófsnefnd eru sem hér segir :  Reykjavík – miðvikudaginn 31. janúar kl.16:15 að Stórhöfða 27.                   Akureyri – fimmtudaginn 1. febrúar kl.17:00 í Verkmenntaskólanum á Akureyri

Sú hefð hefur skapast að JOHAN RÖNNING heildsala hefur lánað hluta efnis fyrir sveinspróf þ.e.a.s vör og annan búnað í töflu. Hægt verður að fara í vikunni fyrir próf og fá efni lánað gegn tryggingu en nafnalist með próftökum liggur þá fyrir.

Hægt er að sækja um lengri próftíma ( 30 mín ) í skriflegum prófum og ber að skila pappír til staðfestingar greininu á jens@rafnam.is

Lokað er fyrir umsóknir í sveinspróf í febrúar.
Næsta sveinspróf er í júní og umsóknum skal skilað í apríl mánuði.