Sveinspróf í júní 2018

Sveinspróf í rafiðngreinum verða haldin í 4. til 12. júní 2018

Umsóknir skulu berast til Fræðsluskrifstofunnar í apríl mánuði.
Umsóknar frestur er til 1. maí.

Nýr framkvæmdastjóri Rafmenntar

Í ársbyrjun ákváðu stjórnir Rafiðnaðarskólans og Fræðsluskrifstofunnar að auka formlegt samstarf milli félaganna undir heitinu RAFMENNT, fræðslusetur rafiðnaðarins.

Nú hefur Þór Pálsson verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá RAFMENNT. Þór starfaði síðast sem aðstoðarskólameistari Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, og þar áður sem áfangastjóri Iðnskólans í Hafnafirði í tólf ár. Hann er með meistarapróf í kennslufræði með áherslu á stjórnun (MEd). Auk þess er hann með sveinspróf í vélvirkjun, C réttindi í vélstjórn og iðnmeistari í rennismíði.

Hann hefur setið í stjórn Verkiðnar og verið í framkvæmdastjórn Íslandmóts iðn- og verkgreina, setið í starfsgreinaráði og verið frumkvöðull í þróun iðnmenntunar undanfarin ár. Þór hefur störf í aprílmánuði og bjóðum við hann velkominn til starfa.

Þá hefur verið gerður starfslokasamningur í kjölfar skipulagsbreytinganna við skólastjóra Rafiðnaðarskólans og hefur hann þegar látið af störfum.
Eru Stefáni þökkuð góð störf í þágu skólans.”

 

Sveinsbréfaafhending

Laugardaginn 14. apríl verður haldin sveinsbréfaafhending í rafiðngreinum  á Stórhöfða 27 og hefst kl. 15:00
(Gengið er inn Grafarvogs megin)

Laugardaginn 5. maí verður haldin sveinsbréfaafhending í rafiðngreinum á Akureyri í Menningarhúsinu Hof Strandgötu 12 og hefst kl.15:00