Gjöf frá Rafport

Fyrir nokkrum dögum fékk sveinsprófsnefnd sterkstraums og Fræðlsuskrifstofa rafiðnaðarins 22 töfluskápa að gjöf frá Rafport.

12 skápar verð notaðir í aðstöðu sveinsprófsnefndar í húsnæði Rafiðnaðarskólans Stórhöfða 27 og 10 skápar verða settir upp í Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem Sveinsprófsnefnd hefur haft aðstöðu til að halda sveinspróf.

Rafport

Þessi mynd var tekin við afhendingu skápanna. Á myndinni eru; Helgi Eiríksson, Ólafur Sigurðsson (sveinsprófsnefnd), Jón Þór Guðjónsson og Guðjón M. Jónsson

Sveinspróf í júní 2018

Sveinspróf í rafiðngreinum verða haldin í 4. til 12. júní 2018

Dagskrá  sveinsprófa í rafvirkjun og rafveituvirkjun Reykjavík er komin hér á heimasðuna undir Sveinspróf í rafvirkjun

Samkomulag er við heildsöluna Johan Rönning um að í vikunni fyrir sveinspróf geti próftaki fengið “prófkassa” að láni gegn tryggingu, en hann inniheldur hluta efnis sem notað er í verkleguprófi.

Umsóknir áttu að berast til Fræðsluskrifstofunnar í apríl mánuði.
Umsóknar frestur var til 1. maí.

Umsókarfrestur er liðinn og ekki verður tekið við fleiri umsóknum.

Næstu sveinspróf í sterkstraumsgreinum rafiðngreina verður í febrúar 2019.