Ertu í stuði?

Raunfærnimat í rafiðngreinum

Verkefnið gengur út á að ná til einstaklinga sem hafa af einhverjum ástæðum ekki lokið því námi sem þeir hófu í rafvirkjun, rafvélavirkjun, rafveituvirkjun eða rafeindavirkjun. Greina stöðu þeirra, meta færni og gefa þeim kost á að ljúka því iðnnámi sem þeir hófu á sínum tíma.

Raunfærnin er samanlögð færnin sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, námskeiðum og félagsstörfum.
Þátttakendur eiga þess kost að láta meta færni sem þeir hafa aflað sér utan skólakerfisins með raunfærnimati.

Þeir sem hug hafa á að fara í raunfærnimat í rafiðngreinum þurfa að hafa lokið amk tveimur önnum í grunndeild rafiðna og að hafa starfað í að minnsta kosti 3 ár í faginu.

Raunfærnimat í rafiðngreinum verður á haustönn 2018.

Kynningarfundur verður mánudaginn 27. águst kl. 17:00
Stórhöfða 27 1. hæð í húsnæði Rafiðnaðarskólans .
(Gengið inn Grafarvogs megin).

Drög að Tímaáætlun fyrir raunfærnimat í rafiðngreinum haustið 2018

Vakinn er athygli á því að kynningarfundur um almenna námið (íslensku,  ensku, dönsku og stærðfræði) fyrir þá sem eru í raunfærnimati verður auglýstur þegar nær dregur.

Upplýsingar um nám í almennum greinum í Tækniskólanum fyrir raunfærnimats þátttakendur

Hér eru slóðir á gögn sem unnið er með í raunfærnimatinu:

Umsókn um þátttöku haustið 2018
Umsókn þarf að skila fyrir 3. september 2018.

Gátlisti fyrir Grunndeild samkvæmt námskrá 2009

Gátlisti fyrir áfanga eftir námskrá rafvirkja 2009

Gátlisti fyrir áfanga eftir námskrá rafeindavirkja 2009 

Námskrá í rafiðngreinum 2009

Færnimappa á word formi

Formúlubók

Rafbókasafn http://www.rafbok.is/

Ef þig vantar frekari upplýsingar hafðu þá samband við starfsmenn Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins
í síma  580 5256

Fyrirspurnir er einnig hægt að senda í tölvupósti til isleifur(hjá)rafnam.is