Nám í kvikmyndasýningastjórn

Meginmarkmið námsins er að gera nemendum kleift að öðlast nauðsynlega þekkingu og færni í stjórnun kvikmyndasýninga í kvikmyndahúsum.
Samningsbundið starfsnám 92 einingar.
Almennar greinar 23 einingar:

Íslenska ÍSL 102 202 4 einingar
Erlend tungumál ENS 102 /  DAN 102 + 4 einingar 8 einingar
Stærðfræði STÆ 102 122 4 einingar
Lífsleikni LKN 103 / 101 111 121 3 einingar
Íþróttir ÍÞR 101 111 201 211 4 einingar

Sérgreinar í grunndeild rafiðna (1. – 4. önn) 57 einingar:

Rafeindatækni og mælingar RTM 102 202 302   6 einingar
Raflagnir RAL 102 202 303 403 10 einingar
Rafmagnsfræði og mælingar RAN 103 203 303 403 12 einingar
Skyndihjálp SKY 101   1 eining
Stýringar og rökrásir STR 102 202 302 402   9 einingar
Tölvur og netkerfi TNT 102 202 303 403 10 einingar
Verktækni grunnnáms VGR 103 202 302 402   9 einingar.

Starfsþjálfun 12 vikur, 12 einingar.
Samtals 92 einingar.

Lokamarkmið náms í kvikmyndasýningarstjórn
Að loknu sérnámi í kvikmyndasýningarstjórn á nemandi að:

  • þekkja helstu tegundir filma, brunamörk þeirra og styrkleika
  • þekkja gerð hljóðfilmunnar, hljóðtækjanna og myndun hljóðsins
  • þekkja starfsemi og fyrirkomulag rafkerfis í sýningarherberginu og áhorfendasal, þar með talin ljós og annan útbúnað sem þarf til kvikmyndasýningar
  • geta undirbúið filmu til sýningar með því að líma saman filmur
  • geta gert við filmu sem skaddast
  • geta sett filmu í og stjórnað sýningarvél
  • geta annast reglubundna hreinsun  og stillingu á sýningarvél og skipt um íhluti, s.s. lampa og slithluti
  • geta annast auglýsingakerfi kvikmyndahússins, stjórnað og haft eftirlit með myndsýningartækjum og tölvubúnaði sem því tilheyrir.
  • geta stjórnað loftræsti-, hita- og öryggiskerfi kvikmyndahússins
  • geta brugðist við neyðarástandi í kvikmyndahúsi.