Nám í rafeindavirkjun

Meginmarkmið náms í rafeindavirkjun er að gera nemendum kleift að öðlast þekkingu og færni til að takast á við störf rafeindavirkja, einkum við uppsetningu, viðhald og viðgerðir boðskiptakerfa og rafeindatækja, notenda- og tölvubúnaðar heimila, fyrirtækja og stofnana sem og rafeindabúnaðar farartækja í lofti, láði og legi.

Iðnnám á verknámsbraut 164 einingar:
Almennar greinar 26 einingar:

Íslenska ÍSL 102 202 4 einingar
Erlend tungumál ENS 102 DAN 102 + 4 ein 8 einingar
Stærðfræði STÆ 102 122 4 einingar
Lífsleikni LKN 103 / 101 111 121 3 einingar
Íþróttir ÍÞR 101 111 201 211 + 3 7 einingar

Sérgreinar í grunndeild rafiðna (1. – 4. önn) 57 einingar:

Rafeindatækni og mælingar RTM 102 202 302 6 einingar
Raflagnir RAL 102 202 303 403 10 einingar
Rafmagnsfræði og mælingar RAM 103 203 303 403 12 einingar
Skyndihjálp SKY 101 1 eining
Stýringar og rökrásir STR 102 202 302 402 9 einingar
Tölvur og netkerfi TNT 102 202 303 403 10 einingar
Verktækni grunnnáms VGR 103 202 302 402 9 einingar

Sérgreinar í rafeindavirkjun (5. – 7. önn) 57 einingar:

Fagteikning rafeindavirkja FTK 101 201 301 3 einingar
Fjarskiptatækni FJS 103 203 303 9 einingar
Net og miðlun NOM 103 203 303 9 einingar
Rafeindabúnaður RAB 103 203 303 9 einingar
Rafeindavélfræði MEK 103 203 303 9 einingar
Smíði og hönnun rafeindatækja SMH 103 203 6 einingar
Stafræn tækni og sjálfvirkni STS 103 203 303 9 einingar
Sérgreinar val: ein af neðantöldum valin 3 einingar
Fjarskiptatækni FJS 103
Iðntölvur STR 503
Smíði og hönnun rafeindatækja SMH 303
Upptökutækni, hljóð/mynd UHM 103

Starfsþjálfunar samningur í 24 vikur, 24 einingar.
Samtals 164 einingar.

Sveinspróf í rafeindavirkjun eru samþætt lokaprófum á 7. önn í skóla.

Lokamarkmið náms í rafeindavirkjun
Að loknu námi á nemandi að:

 • geta annast uppsetningu, stillingar, viðhald og viðgerðir á rafeindatækjum samkvæmt gildandi reglugerðum og stöðlum
 • geta lesið rásateikningar og leiðarvísa frá tækjaframeiðanda með tækjum á ensku og á einu Norðurlandamáli
 • geta hannað og teiknað, hermt og smíðað einfaldar rafeindarásir
 • geta séð um hönnun og uppsetningu boðskiptakerfis í samræmi við gildandi reglugerðir, staðla og kröfur sem gerðar eru til búnaðar og lagna í boðskiptakerfum og kunna að magntaka og vinna verkáætlanir fyrir uppsetningarverkefni.
 • þekkja helstu gerðir og virkni rafeindatækja sem eru um borð í skipum og bátum
 • geta hannað og forritað einfaldar stýritölvur og tengt þær við skynjara og úttakstæki
 • geta hannað og teiknað, hermt, smíðað og forritað rafeindarásir sem tengja saman skynjara, örtölvur og mótora (rafeindavélfræði)
 • geta sett upp og gert við tölvur
 • geta sett upp og stillt högun helsta notendahugbúnaðar, s.s. skrifstofu- og bókhaldshugbúnaðar
 • geta sett upp og stillt högun notendaþjónustu s.s.vef-, póst- og gagnagrunnsþjónustu
 • geta skipulagt og tengt helsta nethugbúnað
 • geta sett upp helsta vélbúnað fyrir netþjóna og þekkja helstu kröfur varðandi öryggismál á vélbúnaði netþjóna
 • geta sett upp og stillt högun á helsta nethugbúnaði
 • geta sett upp og stillt högun á helstu netþjónustum í netþjónum og útstöðvum
 • geta sett upp og stillt högun á helstu þjónustum fyrir internetsamskipti
 • þekkja og geta skipulagt helstu öryggisþætti varðandi netsamskipti