Nám í rafvélavirkjun

Meginmarkmið náms í rafvélavirkjun er að gera nemendum kleift að öðlast þekkingu og færni til að takast á við störf rafvélavirkja, einkum við uppsetningu og tengingu, eftirlit og viðgerðir hverskonar rafvéla og búnaðar á heimilum, í fyrirtækjum og stofnunum.
Iðnnám á verknámsbraut 164 einingar:
Almennar greinar 26 einingar:

Íslenska ÍSL 102 202 4 einingar
Erlend tungumál ENS 102 DAN 102 + 4 ein 8 einingar
Stærðfræði STÆ 102 122 4 einingar
Lífsleikni LKN 103 / 101 111 121 3 einingar
Íþróttir ÍÞR 101 111 201 211 + 3 7 einingar

Sérgreinar í grunndeild rafiðna (1. – 4. önn) 57 einingar:

Rafeindatækni og mælingar RTM 102 202 302 6 einingar
Raflagnir RAL 102 202 303 403 10 einingar
Rafmagnsfræði og mælingar RAM 103 203 303 403 12 einingar
Skyndihjálp SKY 101 1 eining
Stýringar og rökrásir STR 102 202 302 402 9 einingar
Tölvur og netkerfi TNT 102 202 303 403 10 einingar
Verktækni grunnnáms VGR 103 202 302 402 9 einingar

Sérgreinar í rafvélavirkjun (5. – 7. önn) 57 einingar:

Forritanleg raflagnakerfi FRL 103 203 6 einingar
Lýsingartækni LÝS 103 3 einingar
Raflagnateikningar RLT 102 202 4 einingar
Raflagnir RAL 503 603 6 einingar
Rafmagnsfræði og mælingar RAM 502 602 702 6 einingar
Rafvélafræði RVF 103 3 einingar
Rafvélar RRV 103 203 302 8 einingar
Rafvélastýringar RVS 102 2 einingar
Rafvélavindingar RVV 104 4 einingar
Reglugerðir RER 103 3 einingar
Smáspennuvirki VSM 103 3 einingar
Stýringar og rökrásir STR 503 603 6 einingar
Valið lokaverkefni VLV 103 3 einingar

Starfsþjálfunarsamningur í 24 vikur, 24 einingar.
Samtals 164 einingar.

Samningsbundið iðnnám 163 einingar:
Almennar greinar 25 einingar:

Íslenska ÍSL 102 202 4 einingar
Erlend tungumál ENS 102 DAN 102 + 4 ein 8 einingar
Stærðfræði STÆ 102 122 4 einingar
Lífsleikni LKN 103 / 101 111 121 3 einingar
Íþróttir ÍÞR 101 111 201 211 + 2 6 einingar

Sérgreinar í grunndeild rafiðna (1. – 4. önn) 57 einingar:

Rafeindatækni og mælingar RTM 102 202 302 6 einingar
Raflagnir RAL 102 202 303 403 10 einingar
Rafmagnsfræði og mælingar RAM 103 203 303 403 12 einingar
Skyndihjálp SKY 101 1 eining
Stýringar og rökrásir STR 102 202 302 402 9 einingar
Tölvur og netkerfi TNT 102 202 303 403 10 einingar
Verktækni grunnnáms VGR 103 202 302 402 9 einingar

Sérgreinar í rafvélavirkjun 33 einingar:

Forritanleg raflagnakerfi FRL 103 203   6 einingar
Lýsingartækni LÝS 103   3 einingar
Raflagnateikningar RLT 102 202   4 einingar
Rafmagnsfræði og mælingar RAM 502 602 702   6 einingar
Rafvélafræði RVF 103   3 einingar
Rafvélastýringar RVS 102   2 einingar
Reglugerðir RER 103   3 einingar
Smáspennuvirki VSM 103   3 einingar
Stýringar og rökrásir STR 503   3 einingar

Starfsþjálfunarsamningur í 48 vikur, 48 einingar.
Samtals 163 einingar.

Lokamarkmið náms í rafvélavirkjun
Að loknu sameiginlegu námi í raf-, rafvéla- og rafveituvirkjun á nemandi að:

 • þekkja reglugerðir er varða raforkuvirki og geta unnið samkvæmt þeim
 • geta annast raflagnir og eftirlit með raflögnum og búnaði  í samræmi við gildandi reglugerðir og staðla
 • kunna að magntaka og vinna verkáætlun fyrir verkefni og færa verkdagbækur og vinnuseðla
 • geta notað almenn og sérhæfð mælitæki við störf sín
 • geta annast bilanaleit í rafbúnaði og rafleiðslum, m.a. með hjálp mælitækja
 • geta annast viðhald gamalla raflagna og endurbætur á þeim
 • geta sett upp og tengt rafbúnað í rafmagnstöflum og tengt raflagnir við rafmagnstæki
 • geta skilið teikningar og hannað raflagnir bæði við uppsetningu rafbúnaðar og við bilanaleit og viðhald og skilað inn reyndarteikningu af raflögn
 • geta annast uppsetningu og viðhald hvers konar raftækja, iðntölvustýringa og stýribúnaðar í iðnfyrirtækjum og iðjuverum landsins
 • þekkja rafeindabúnað sem notaður er til aflstýringa, þekkja tákn og teikningar rafeindabúnaðar, geta fundið bilanir og lagfært þær
 • geta starfað við uppsetningu rafala, spennu- og dreifivirkja í raforkuverum
 • geta starfað við flutning raforkunnar frá orkuverum til notenda, línu- og jarðstrengjalagnir sem og við uppsetningu og tengingu spennuvirkja
 • kunna skil á  þeirri segulvirkni sem rafvélar byggjast á og gera sér grein fyrir  myndun segulsviða og áhrifa þeirra á rafala og hreyfilvirkni
 • geta unnið við mismunandi gerðir rafvélastýringa er tengjast snúð- og sáturvöfum rafvéla og öðrum stjórnbúnaði véla
 • þekkja helstu hugtök er varða lýsingartækni og geta reiknað út lýsingarþörf miðað við mismunandi aðstæður
 • geta gefið ráð um val á raftækjum og lýsingabúnaði
 • þekkja helstu hugtök er varða hita- og loftræstikerfi
 • þekkja mismunandi skynjun á hita og helstu reglunaraðferðir
 • geta veitt þjónustu og annast viðhald rafvéla og raftækja ásamt nýlögnum og rekstri rafkerfa í farartækjum á sjó
 • þekkja staðla og reglugerðir er varða raflagnir í skipum og bátum
 • þekkja öryggisþætti í rafiðnaði, s.s. neyðarrofa, neyðarstopp, snertihættu

Sértæk lokamarkmið náms í rafvélavirkjun
Að loknu sérnámi í rafvélavirkjun á nemandi að:

 • hafa haldgóða þekkingu á segulvöfum og vindingaaðferðum rafvéla og spenna
 • geta mótað og undið algengar snúð- og sáturvindingar rafvéla og geta beitt þeim mælitækjum sem leiða í ljós ástand þeirra
 • geta skipulagt og teiknað upp snúð- og sáturvöf
 • þekkja lýsingarkerfi