Réttindi í Noregi

Réttindi í Noregi

Til að öðlast viðurkenningu á réttindum rafiðnaðarmanns í Noregi þarf að liggja fyrir sveinsbréf og vottun á starfsreynslu, á norsku.

Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins hefur aðstoðað félagsmenn RSÍ með þýðingu á þessum gögnum.
Með beiðni um þýðingu þarf að fylgja:

  • ljósrit af sveinsbréfi
  • vottun á starfsreynslu og/ eða greiðsluyfirlit frá lífeyrissjóði.

Mikilvægt er að þessi gögn séu send saman til umsagnar.

Til að öðlast viðurkenningu á réttindum rafiðnaðarmanns til að starfa í Noregi þarf að hafa samband við:
Direktoratet for samfunnssikkerhet og beredskap (www.dsb.no).
Rambergveien 9,
3115 Tønsberg
sími: 0047 33 41 25 00
fax: 0047 33 31 06 60

e-mail: postmottak@dsb.no

eða senda póst á:
Postboks 2014,
3103 Tønsberg,
Norge

Þar er Runar Røsbekk tengiliður.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu DSB (www.dsb.no)  undir „elsikkerhet“.
Athugið þið gerist ekki sjálfkrafa meðlimir hjá El & It í Noregi, en ef þið óskið eftir að gerast meðlimir hjá þeim hafið þá samband við:

Jan Henrik Larsen
Forbundssekretær
EL & IT Forbundet
sími: +47 23 06 34 21
farsími: +47 97 14 19 76
e-mail: jan.henrik.larsen@elogit.no